Skip to content
Skip to service links: contact, tools, help, the group
Skip to search
Skip to main navigation
Skip to sub navigation
Skip to Footer with links to masthead, print, email a friend and disclaimer
 

Svik og forvarnir

Vörumerkið DHL er þekkt um allan heim sem leiðandi fyrirtæki á sviði flutninga. DHL tekur vernd viðskiptavina sinna og meðhöndlun viðkvæmra upplýsinga þeirra alvarlega. Við hvetjum þig til að vera meðvitaður um sviksamlega hegðun sem unnin er af illgjörnum aðilum sem nota DHL vörumerkið.

Sviksamleg notkun DHL vörumerkisins

Tilraunir hafa verið gerðar til svíkja einstaklinga sem stunda viðskipti á internetinu með óheimilli notkun DHL nafnsins og vörumerkisins með tölvupóstum og myndum sem líta út fyrir að eiga uppruna sinn hjá DHL.

Í flestum tilvikum ganga þessi samskipti út á að selja ákveðna vöru í gegnum internetið þar sem farið er fram á greiðslu áður en varan er afhent.

Vinsamlegast hafið í huga að DHL fer ekki fram á þennan greiðslumáta. DHL fer einungis fram á fé sem tengist beint kostnaði vegna flutninga.

Þessi öryggistilkynning hefur ekki áhrif á skyldur viðtakanda hvað varðar greiðslur fyrir flutning, tolla, virðisaukaskatt eða svipað, þar sem þær eiga á réttmætan hátt að eiga sér stað við afhendingu.

DHL ber ekki ábyrgð á kostnaði, gjöldum eða greiðslum sem ranglega hefur verið stofnað til sem afleiðing sviksamlegrar hegðunar.

Vinsamlegast hafðu í huga að ef þér berst tölvupóstur þar sem í skyn er gefið að DHL sé að reyna að afhenda pakka með beiðni um að þú opnir viðhengi tölvupóstsins til að gera afhendingu mögulega þá er um að ræða sviksamlegan póst, pakkinn er ekki til og viðhengið er mögulega tölvuveira.

Vinsamlegast ekki opna viðhengið. Þessi tölvupóstur og viðhengi er ekki frá DHL.

Ef þú ert í vafa um heilindi vefsíðu sem notar DHL vörumerkið, skaltu vinsamlegast alltaf hefja heimsóknir á alheimsvefsíðu okkar.

Vinsamlegast tilkynntu til viðskiptavinaþjónustu DHL ef þú hefur fengið sviksam- eða grunsamlega tölvupósta.