Skip to content
Skip to service links: contact, tools, help, the group
Skip to search
Skip to main navigation
Skip to sub navigation
Skip to Footer with links to masthead, print, email a friend and disclaimer
 
10000 1000 1000 true
Sustainable Logistics

Kynntu þér hvernig nýsköpun í atvinnugreininni og krafan um umhverfisvæna kosti eru að gera iðnaðinn kolefna-skilvirkan

Lestu rannsókn um leið til sjálfbærs flutningaiðnaðar New Window

Grænar flutningalausnir

Loftslagsbreytingar eru ein stærsta áskorun sem okkar kynslóð stendur frammi fyrir. Yfirvöld jafnt sem neytendur ætlast til þess í síauknum mæli að fyrirtæki mæli, jafni og dragi úr kolefnislosun sinni.

Fyrsta skrefið að því að gera flutningana þína umhverfisvænni er að skrá niður kolefnislosunina.

DHL býður upp á tvenns konar þjónustu því tengda – Kolefnis skýrslu og kortlagða kolefnalosun á netinu.

Kolefnaskýrsla

 • Kortleggur kolefnalosun sem orsakast af þínum flutningum innan flutningsnets DHL
 • Hægt að fá hana mánaðarlega, ársfjórðungslega eða árlega
 • Útreikningar eru í samræmi við “Greenhouse Gas Prodocol Product Lifestyle Accounting and Reporting Standard”
 • Útreikningar eru í samræmi við reglugerð EN 16258 “Methodology for calculation and declaration of energy consumption and GHG emissions of transport services”

Kortlögð kolefnalosun á netinu

Felur í sér alla kosti kolefnaskýrslunnar, auk þessa:
 • Kortleggur kolefnalosun hjá allri þinni birgðakeðju, að flutningum með þriðja aðila meðtöldum
 • Kortleggur kolefnalosun fyrir hverja sendingu fyrir sig
 • Sveigjanleg sýn á mismunandi kolefnaskýrslur – gerir okkur kleift að mæla bætingu í kolefnalosun með einföldum hætti
 • Geta til þess að líkja eftir og meta kolefnafótspor og skilvirkni
 • Aðstoð við að bæta skilvirkni birgðakeðjunnar og taka stefnumótandi ákvarðanir

Það eru margar leiðir til þess að draga úr kolefnalosun innan birgðakeðju

 • Við erum sérfræðingar á sviði umhverfis-skilvirkra flutningsferla
 • Við vinnum með þér til þess að hanna sérsniðnar lausnir
 • Okkar markmið er að auka skilvirkni og draga úr umhverfisáhrifum þinna flutninga
Tækifærin felast m.a. í:

 • Eldneytis- og flotastýringu
 • Betri nýtingu flota
 • Að skipta um flutningsaðferð
 • Hönnun dreifikerfis
 • Orkuvænum fasteignum

 • Vottuð aðferð til þess að jafna losun þína á gróðurhúsalofttegundum með framlögum til alþjóðlega viðurkenndra umhverfisverndarverkefna
 • Jöfnuð lofttegundalosun skoðuð af þriðja aðila (SGS)
 • Árleg vottun til birtingar út á við
Vinsamlegast athugið að einungis er hægt að fá aðgang að Carbon Neutral þjónustunni séu men þegar með aðgang að háþróaðri kolefnaskýrslu.

Í nútíma atvinnulífi þarf að ríkja jafnvægi milli vaxtar og skilvirkni annars vegar og endurnýtanlegrar orku, úrgangs, verndunar loftslags og mælinga í umhverfismálum hinsvegar.

Umhverfislausnir DHL bjóða upp á margar lausnir, svo sem.:

 • Úrgangsstýring: Alþjóðlegar lausnir til þess að sækja og endurvinna úrgang, með það að markmiði að snúa kostnaði upp í tekjur og styðja við markmið um að draga úr úrgangi
 • Aukin ábyrgð framleiðanda: Gagnaöflun, endurvinnsla og útvegun gagna til þess að standa skil á lagalegum kröfum til þíns fyrirtækis, til þess að þú getir einbeitt þér að rekstrinum
 • Félagi í umhverfisvernd: Ráðgjöf og stuðningur við alla þætti birgðakeðjunnar þinnar, allt frá því að hvernig þú getur hvatt starfsmenn þína til dáða og að hönnun skilvirks dreifikerfis sem gerir þér kleift að mæta umhverfismarkmiðum þínum sem best