Skip to content
Skip to service links: contact, tools, help, the group
Skip to search
Skip to main navigation
Skip to sub navigation
Skip to Footer with links to masthead, print, email a friend and disclaimer
 

DHL býður meira en bara vinnu

Kynntu þér vinnuandann hjá DHL af eigin raun.

Náðu þroska með nýjum viðfangsefnum

Sem leiðandi vöruflutningafyrirtæki á heimsmarkaði býður DHL fjölbreytt úrval af áhugaverðum störfum og tækifærum í hinum ýmsu deildum okkar um víða veröld.

Við hvetjum þig til að víkka sjóndeildarhringinn og nýta og auka hæfileika þína með því að bjóða upp á margvísleg tækifæri til náms og starfsþjálfunar.

Á námsgáttinni okkar, mylearningworld.net, getur þú notið góðs af miklu úrvali faglega unninna þróunaráætlana, meðal annars tungumálanámskeið, nám og þjálfun í samskiptahæfni og persónulegri færni, stjórnunaraðferðir og önnur mikilvæg efni.

Árangursstjórnunarkerfið okkar hjálpar okkur að greina styrk þinn og hæfileika, meta árangur þinn og skipuleggja starfsframa þinn í samráði við þig.

Hvort sem þú tekur þátt í starfsnámi eða nýtir þér eitt af mörgum vefnámskeiðum sem í boði eru, þá gerum við þér alltaf kleift að axla ábyrgð og hvetjum þig til að rækta möguleika þína bæði persónulega og í starfi.

Láttu þín verk skipta máli

DHL hvetur allt sitt starfsfólk til að sýna frumkvæði, taka virkan þátt í hópverkefnum og ná raunverulegum árangri sem virkilega skiptir máli.

First Choice-áætluninni, sem er lykilþátturinn í vaxtarmarkmiðum okkar, er ætlað að bæta árangur okkar í öllum samskiptum við viðskiptavini, bæði sem einstaklingar og sem hópur. Árleg starfsmannakönnun (EOS) gefur starfsfólki okkar tækifæri til að láta rödd til sín heyra. Svörin í könnuninni nýtum við til að bæta árangur okkur stöðugt og þróast áfram sem eitt fyrirtæki.

Frá hugmyndum og skoðunum einstaklinga til samræmdra leiða til að bæta starfsferli: Í DHL viðurkennum við, virðum og launum persónulegan áhuga einstakra starfsmanna í sama mæli og við metum hópvinnu og hugmyndaskipti til að stuðla að meiri sameiginlegri verðmætasköpun.

Vertu stolt/ur af sameiginlegum árangri

Í DHL verður þú hluti af sterkum hópi sem sýnir bæði starfsfólkinu, þjóðfélaginu og umhverfinu virðingu. Þú vinnur með fólki úr öllum heimshlutum og færð tækifæri til að njóta hins frábæra alþjóðlega starfsanda í DHL.

Margir starfsmanna okkar leggja sig persónulega fram í margs konar framtaksverkefnum í þágu samfélaga víðsvegar um heim.

Hamafarahjálp DHL bregst við þegar aðstoðar er þörf er á til að bjarga mannslífum eftir náttúruhamfarir. DHL reynir einnig að leiða með góðu fordæmi í baráttunni gegn hnattrænu loftslagsbreytingunni. Go Green áætlunin gefur viðskiptavinum kost á að leggja sinn skerf til kolefnisjöfnunar af völdum umferðar með sérstökum kolefnisminnkandi aðgerðum.

Við hjá DHL reynum meðvitað að rækta og styðja við fjölbreytni til að byggja upp heildarmenningu sem gefur öllum færi á að leggja sitt besta fram. Með mismunandi fjölbreytniáætlunum og verkefnum leggjum við okkur fram við að nýta okkur og blanda hinum mörgu og ólíku hæfileikum mismunandi starfsmanna saman í ofurformúlu – ekki aðeins í þágu fyrirtækisins heldur einnig ykkar.

Sem starfsmaður DHL getur þú hvern einasta dag verið stolt/ur af sameiginlegum árangri okkar.