Skip to content
Skip to service links: contact, tools, help, the group
Skip to search
Skip to main navigation
Skip to sub navigation
Skip to Footer with links to masthead, print, email a friend and disclaimer
 

Vertu hluti af frábæru teymi okkar

Þú hjálpar við að bæta þjónustu okkar – og við styðjum við þróun starfsferils þíns.

DHL uppfyllir óskir viðskiptavina sinna með því að bjóða fjölbreytta úrvalsþjónustu. Við uppfyllum óskir starfsmanna okkar með því að bjóða fjölbreytta möguleika á frama í starfi.

Sem hluti af DHL gegnir þú þýðingarmiklu hlutverki í að veita viðskiptavinum okkar hágæða þjónustu og sjá þeim fyrir skilvirkum lausnum. Við bjóðum fjöldann allan af freistandi tækifærum í hinum ólíkustu störfum og rekstrarsviðum fyrirtækisins.

Þú gætir haft með hendi alls konar spennandi verkefni í daglegum rekstri okkar og þjónustu, til dæmis við hafnir eða á flugvöllum, í vörugeymslum eða þjónustumiðstöðvum, á skrifstofum fyrirtækisins eða á þjóðvegunum.
Til þess að stuðla að aukinni hæfni þinni í starfi lítum við á það sem skyldu okkar að hjálpa þér til að fá þjálfun og auka við sérþekkingu þína.

Með ýmiss konar námskeiðum og starfsþjálfun á vinnustaðnum og á námsgáttinni okkar, mylearningworld.net, bjóðum við upp á fjölbreytt tækifæri til framhaldsmenntunar, þjálfunar og starfsþróunar.

Auk þess sjáum við um þjálfun í starfinu sjálfu, sem er mikilvægt fyrir þig til að auka hæfni þína, þekkingu og fá vottun á getu þína, svo og til að hjálpa þér til að bregðast rétt við kröfum starfsins.
Sem dæmi um viðfangsefni þjálfunar og starfsþróunar sem við bjóðum má nefna:
  • Ýmiss konar námskeið og þjálfun á rekstrarsviði
  • Námskeið í heilbrigði og vinnuvernd
  • Stjórnendanámskeið og -þjálfun
  • Tungumálanámskeið
  • Nám og þjálfun í samskiptahæfni og persónulegri færni
  • Grunnnámskeið í stjórnunaraðferðum

Bættu þig með okkur!

Langar þig til að verða hluti af DHL? Vertu þá velkomin/n í hópinn! Við bjóðum tækifæri fyrir fagmenn í rekstri og þjónustu og sérfræðinga á mörgum öðrum sviðum í öllum heimshlutum.

Skoðaðu þig um á atvinnuleit DHLNew Window og sjáðu hvort þú finnur ekki eitthvað við þitt hæfi eða taktu þátt í einn af verkefnum okkar.