Skip to content
Skip to service links: contact, tools, help, the group
Skip to search
Skip to main navigation
Skip to sub navigation
Skip to Footer with links to masthead, print, email a friend and disclaimer
 

Viðskipti án landamæra – að skilja alþjóðleg viðskipti

Alþjóðleg viðskipti eru flókin en jafnframt spennandi viðskiptatækifæri. DHL getur veitt ýmiskonar aðstoð, ekki einungis þegar kemur að kröfum í tollafgreiðslu um heim allan og skilningi á hinum ýmsu hugtökum, heldur einnig við inn- og útflutningsferlið.

Lærðu að skilja Incoterms® flutningsskilmálana

„Incoterms” er vörumerki í eigu Alþjóða viðskiptaráðsins. Incoterms® skilmálarnir eru viðurkenndur staðall í alþjóðaviðskiptum og eru reglulega uppfærðir eftir því sem viðskiptaumhverfið tekur breytingum.

Staðgóð þekking á Incoterms® reglur mun tryggja það að kaup þín á vörum frá framleiðendum erlendis verði í samræmi við þær reglugerðir og venjur sem við eiga.

Að fræðast um tollafgreiðslu með DHL

©iStockphoto.com/sieto
DHL Express hefur verið sérfræðingur í alþjóðlegum viðskiptum í meira en 40 ár og afgreiðir í dag fleiri milljónir tollskyldra sendinga á degi hverjum. Sem einn stærsti tollmiðlari í heiminum notum við þekkingu á hverjum stað fyrir sig til þess að öðlast víðtæka þekkingu á margbreytilegum tollalögum.

Þess vegna eru DHL og sérfræðingar okkar í góðri aðstöðu til þess að hjálpa þínu fyrirtæki við að uppfylla flóknar kröfur vegna tollafgreiðslu og skilja skyld hugtök og ferla. Skilningur á ferlum og hugtökum sem að tollafgreiðslu snúa auðveldar aðgengi ykkar að mörkuðum og hjálpar ykkur að leggja grunn að ábatasömum alþjóðlegum viðskiptum til langframa.

Allt sem þú þarft að vita um útflutning

Allt sem þú þarft að vita um innflutning