Skip to content
Skip to service links: contact, tools, help, the group
Skip to search
Skip to main navigation
Skip to sub navigation
Skip to Footer with links to masthead, print, email a friend and disclaimer
 

Ráðleggingar Pökkun

Pakkar geta ferðast mörg þúsund kílómetra í þróuðu alþjóðlegu flutningskerfi DHL áður en þeir komast á áfangastað. DHL gerir allt til að tryggja að pakkar séu ávallt afhentir á áætluðum tíma í góðu ástandi.
Með vönduðum vinnubrögðum og góðu pökkunarefni hjálpar þú til við að tryggja að sendingin þín komist á leiðarenda í sama ástandi og hún fór.

Hvað er best fyrir vöruna sem á að senda?

Hágæða pakkningar eru lykillinn að því lágmarka skemmdir á vöru. Mat á pakkningu er nauðsynlegt skref til að ákveða hvaða umbúðir kunna að vera heppilegastar fyrir sendinguna þína.

Það helsta sem þarf að hafa í huga við mat á pakkningu er:
express_packaging_packing_considerations_480x155

Pakkningar verja sendinguna þína

Góðar pakkningar eru lykillinn að því að verja sendinguna þína meðan á flutningi stendur. DHL býður upp á fjölbreytt úrval kassa og pakkninga sem hafa verið prófaðar við ýmsar aðstæður. Kjósir þú engu að síður að nota eigin efni gætu eftirfarandi viðmið komið að gagni.
Efni
 • Notaðu ávallt kassa úr bylgjupappír fyrir pakka. Fyrir viðkvæma eða þunga hluti er mælt með að sendingin sé tví- eða þrípökkuð.
 • Reyndu að forðast að nota gamla kassa þar sem þeir kunna að hafa misst þéttleika og gæði.
Styrkur
 • Líttu á framleiðslustimpil sem segir til um gerð og styrk kassa. Spurðu birgja um frekari upplýsingar ef þörf er á.
 • Byggðu á styrkleikalýsingu kassa við val á hentugum pakkningum fyrir þyngd sendingarinnar.
Stærð
 • Vanfylltir kassar geta koðnað saman og offylltir kassar geta sprungið. Þú getur komið í veg fyrir það með því að velja rétta kassastærð með tilliti til þess sem verið er að flytja.

Pökkunartækni

Hér eru nokkur lykilatriði sem vert er að hafa í huga við pökkun.
express_packaging_pack1_193x138

Ekkert tómt rými

Það er mikilvægt að fylla upp í allt tómt rými í kassanum til að forðast tilfærslu á munum meðan á flutningi stendur þar sem það gæti skaðað innihald og/eða kassann.

6cm fjarlægð

Þú ættir ávallt að setja hlutinn í miðju kassans með að minnsta kosti 6 cm fjarlægð frá ytri veggjum eða hornum kassans.
express_packaging_pack2_155x128

express_packaging_pack3_193x138

Pakkaðu hverjum hlut fyrir sig og aðgreindu í sundur.

Þegar þú sendir marga hluti í einum pakka ættirðu ávallt að búa hvern hlut fyrir sig og aðskilja með bylgjupappír eða svipuðu efni þegar við á.

Verndaðu sendinguna með góðu innsigli

Bæði límbandið og aðferðin við að líma kassann saman skiptir miklu máli að vernda innihaldið frá skemmdum meðan á flutningi stendur.

Notaðu sterk límbönd

 • Polypropylene límband (brún plast límbönd)
 • Vinyl límband
 • Sérstyrkt límbönd

Ekki nota

 • Pappírslímbönd
 • Sellófan límbönd
 • Snæri

H-binding

Passaðu upp á að öll kassabrot séu lokuð með H-bindingaraðferðinni
 • Ein rönd í miðju kassa
 • Tvær rendur við ytri mörk kassa
express_packaging_seal1_193x138

Merking með farmbréfi

Óhindruð sýn á farmbréfi er mjög mikilvæg svo unnt sé að greiða fyrir að sendingin þín fari hratt í gegnum flutningakerfi DHL.
express_packaging_label_193x276

Merking sendingar

Festu farmbréf á efsta lag kassans. Þetta hjálpar til við að halda kassanum í þeirri stöðu eins lengi og mögulegt er meðan á flutningi stendur.
 

Vista Leiðbeiningar