Skip to content
Skip to service links: contact, tools, help, the group
Skip to search
Skip to main navigation
Skip to sub navigation
Skip to Footer with links to masthead, print, email a friend and disclaimer
 

Flutningur á vörum sem innihalda lithium rafhlöður

Frá og með 1. apríl, 2016, tóku í gildi strangari reglugerðir gefnar út af alþjóða flugmálastofnun (IATA) sem snúa að flutningi á Lithium rafhlöðum sem eru pakkaðar og fluttar stakar eða í magni (UN3480/PI965).
Hin breytta reglugerð nær til fjölda raftækja sem innihalda lithium rafhlöður, hvort sem rafhlöðurnar eru endurhlaðanlegar eða ekki. Reglugerðin á við í þeim tilfellum sem:
  • Lithium rafhlöðum er pakkað og þær sendar sem stakar sendingar. Til dæmis: lausar rafhlöður/hleðslustöðvar (e. Power bank).
  • Lithium rafhlöður er pakkað sérstaklega en þær sendar með tækjum í sama kassa. Dæmi: GSM sími með lithium rafhlöðu sem skipta má út.
  • Tæki inniheldur lithium rafhlöðu og er því sent í sama kassa og rafhlaðan. Dæmi: Spjaldtölva með innbyggðri lithium rafhlöðu sem ekki er hægt að skipta út af notanda.
Vegna aukinna öryggiskrafna flugiðnaðarins hefur reglugerð IATA um flutninga á lithium rafhlöðum verið hert til muna og flugfélög verða vegna þessa að framfylgja þeim í hvívetna.
Vinsamlegast athugið að öryggi slíks varnings í flutningum er lagalega á ábyrgð sendanda. Í ljósi þess hefur IATA útbúið leiðarvísi til þess að hjálpa sendendum að skilja reglugerðina betur og geta þannig betur framfylgt henni.

Ennfremur ber hver sá aðili, hvort sem um er að ræða einstakling, fyrirtæki eða félagasamtök, sem tilgreindur er sem sendandi á farmbréfi DHL Express lagalega ábyrgð á því að tryggja að sendingin uppfylli nýjustu kröfur IATA að öllu leyti. Þessi ábyrgð fellur að engu leyti niður þó svo að sendingin sem inniheldur lithium rafhlöðurnar tilheyri hvorki né hafi verið undirbúin til flutninga af þeim aðila sem nefndur er á farmbréfinu.
Til þess að forðast mögulegar afleiðingar, vinsamlegast gerðu DHL Express viðvart þegar þú ætlar að senda sendingu sem inniheldur lithium rafhlöður. Sérfræðingar okkar munu með glöðu geði leiðbeina þér með nýjustu reglugerð IATA um flutning á hættulegum varningi.
Eftir ákvörðun IATA/ICAO að banna lausar Llithium Metal rafhlöður í farþegavélum frá og með janúar 2015, hefur DHL Express að sama skapi ákveðið að flytja ekki slíkar rafhlöður í gegnum flutningsnet DHL. IATA/ICAO reglugerðin á við um lauspakkaðar Lithium Metal rafhlöður sem falla undir Section II, PI-968 meðan Lithium Metal rafhlöður sem eru með raftæki (PI-969) eða áfastar raftæki (PI-970) eru áfram samþykktar í flutningi. Það er engine breyting á reglugerð um Lithium Ion rafhlöður.

FyrirPI-967 og PI-970 er krafa um að sendingin innihaldi að hámarki tvær pakkningar (sem hvor má taka í mesta lagi fjórar einstakar rafhlöður eða tvær rafhlöður pakkningar í búnaðinum).

Innihaldi sendingin meira en tvær pakkningar, gilda merkingar um meðhöndlum Lithium rafhlaðna (ásamt öðrum viðeigandi kröfum).

Tveggja pakkninga hámarkaði per sending tekur ekki gildi fyrr en 1. janúar 2017, enda gerir reglugerð ráð fyrir 12 mánaða aðlögunartíma. Engu að síður eru útflytjendur hvattir til að gera viðeigandi ráðstafanir og innleiða eins fljótt og kostur er..

Vegna breytinga á ICAO/IATA sem tóku gildi fyrsta apríl 2016, er PI-965 bannað um borð í farþegaflugi.. Vegna þessa bjóðum við takmarkaða þjónustu til ákveðinna áfangastaða. PI-965, kafli II krefst sérstaks samþykkis á reikningsnúmeri. Frekari upplýsingar veitir tengiliður þinn hjá DHL. Lithium lon rafhlöður sem pakkaðar eru með búnaði (PI-966) eða pakkaðar í búnaði (PI-967) eru samþykktar í flutning.

Áríðandi!

Lithium rafhlöður sem ýmist vitað er til eða grunur leikur á að séu skemmdar eða gallaðar eru eignum og starfsfólki hættulegar og mega ekki fara um borð í flugvél undir neinum kringumstæðum.
Þegar grunur vaknar eða staðfesting fæst á því að fartölva, farsími eða önnur tæki innihaldi skemmda eða gallaða lithium rafhlöðu verður að fjarlægja rafhlöðuna úr tækinu áður en DHL getur tekið við sendingunni.