Skip to content
Skip to service links: contact, tools, help, the group
Skip to search
Skip to main navigation
Skip to sub navigation
Skip to Footer with links to masthead, print, email a friend and disclaimer
 

Leiðbeiningar um flutning á hættulegum vörum

DHL Express býr yfir víðtækri reynslu á meðferð og flutningum hættulegs varnings. Kynntu þér skilyrði og reglur um flutninga til að tryggja að þínar sendingar standist allar kröfur.

Að senda hættulegar vörur

DHL er viðurkenndur flutningsaðili fyrir hættulegan varning og sem leiðandi fyrirtæki í flutningum og vörustjórnun framfylgir DHL eftirfarandi reglugerðum:
  • IATA í flugsendingum á við í öllum löndum sem starfa undir reglum ICAO og öll flugfélög sem starfa samkvæmt reglugerðum IATA
  • ADR í landflutningum á við öll þau lönd sem hafa samþykkt ADR samninginn og breytt reglum sínum í samræmi við hann. Auk þess fer DHL eftir tilskipunum Evrópusambandsins um flutning á hættulegum varningi (Dangerous Goods Safety Advisor)
  • Sendendum ber að fá staðfestingu þess hvort sending í þeirra eigu sem inniheldur hættulegan varning verði flutt á áfangastað með flugi eða í akstri og undirbúa sendinguna síðan fyrir flutninga í samræmi við viðeigandi reglugerðir.
Ef þú ert ekki viss um hvaða reglugerðir gilda um þína sendingu hafðu þá samband við  þjónustudeild DHL og talaðu við sérfræðing í meðferð hættulegs varnings.