Skip to content
Skip to service links: contact, tools, help, the group
Skip to search
Skip to main navigation
Skip to sub navigation
Skip to Footer with links to masthead, print, email a friend and disclaimer
 

Pappírslaus viðskipti – minni pappír, meiri hraði

Sparaðu tíma við undirbúning á sendingu, minnkaðu pappírsmagn og flýttu enn frekar fyrir tollafgreiðslu með pappírslausum flutningum DHL.
Pappírslaus flutningur DHL gerir þér kleift að senda tollskjöl með rafrænum hætti sem sem útilokar þörf þína til að prenta þau út og festa við sendinguna. Fyrir utan tímasparnað með nýju kerfi þá býður þessi þjónusta uppá, án frekari kostnaðar, sparnað í prentkostnaði sem á sama tíma dregur úr óæskilegum umhverfisáhrifum.

Hvernig geta pappírslausir flutningar gagnast mér?

  • Sparar tíma – engin þörf er á að festa reikninga við sendingu
  • Sparar kostnað – dregur úr prent og pappírskostnaði
  • Færri tafir – snemmbær móttaka á skjölum flýtir fyrir afgreiðslu fyrirspurna
  • Umhverfisvænt – dregur úr pappírs- og prentkostnaði

Hvernig virka pappírslausir flutningar?

Pappírslausir flutningar eru samþættir inn í XML þjónustu DHL og Intraship lausnir DHL. Þú skráir þig einu sinni fyrir pappírslausum viðskiptum. Eftir það verður þér sjálfkrafa gert kleift að undirbúa sendingar þínar – svo lengi sem það er í boði í móttökulandi og innan ramma þarlendra tollyfirvalda.
Með pappírslausum viðskiptum verður þér gert kleift að útbúa vöru- eða pro forma reikning í lausnum DHL eða hlaða inn í kerfið eigin reikning.

Hugtök pappírslausra flutninga

DHL býður pappírslausa flutningaþjónustu (PF) sem gerir sendanda kleift að senda ákveðin fylgiskjöl sendingarinnar með rafrænum hætti (sem umtalsvert minnkar þörf á útprentuðum eintökum).
Þú, sendandi, samþykkir af þinni hálfu og allra annarra sem tengjast sendingunni að skilmálar þessir um pappírslausa flutninga skuli eiga við um allar sendingar sem sendar eru með PF þjónustu.
Þú samþykkir sömuleiðis að skilmálar þessir um pappírslausa flutninga færist undir almenna flutningsskilmála eins og þeir eru birtir á heimasíðu DHL og halda að fullu gildi sínu. Sérstakri athygli er beint að köflum 2 (ósamþykktar sendingar, 12 (ábyrgðir og skaðleysi flutningsaðila) og 6 (ábyrgðir DHL) í flutningsskilmálum.
DHL mun útvega notkunarleiðbeiningar PF þjónustuÞær eiga við um hverjar kröfur og skilyrði sem við eiga um undirbúning sendingar og flutningsskjala. Þetta inniheldur:
  • Það sniðmát sem notað er við sending rafrænu skránnar
  • Gæði á skönnun skjalsins
  • Tímasetningu sendingar gagna
  • Réttrar skráningar á viðtakanda sendingarinnar
  • Smáatriði sendingarinnar (t.d. uppruna, endastöð, innihald og verðmæti sendingar sem PF nær ekki til um
  • Hver þau skjöl (til dæmis upprunavottorð) sem þarf að hafa útprentað þegar sendingin er afhent til DHL
Þú samþykkir að fylga öllum leiðbeiningum DHL er varða PF þjónustu. Þú samþykkir sömuleiðis að fara eftir hverjum þeim laga- eða tollkröfum sem PF ná til. Til að mynda muntu ekki nota PF fyrir sendingar þar sem krafist er að útflutningsskjöl séu útprentuð og fylgi sendingu.
Þú samþykkir að þú hafir heimild til að senda gögn með rafrænum hætti. Þú heimilar DHL að nota þau gögn sem þú sendir DHL með rafrænum hætti í þeim tilgangi að meðhöndla og senda allar PF sendingar. Þetta innifelur bréfhaus fyrirtækis þíns og rafrænnar undirskriftar.
Öll gögn sem send eru með rafrænum hætti verða að vera læsileg.
Þú samþykkir að halda DHL að öllu leyti skaðlausu frá hverju því tapi, tjóni eða töfum sem tengjast með einhverjum hætti broti á flutningsskilmálum eða skilyrðum pappírslausra flutninga.
Þú staðfestir samþykki móttakanda á notkun PF þjónustu.