Skip to content
Skip to service links: contact, tools, help, the group
Skip to search
Skip to main navigation
Skip to sub navigation
Skip to Footer with links to masthead, print, email a friend and disclaimer
 

Hertar reglur um tollafgreiðslu í Evrópu

Þann 1. janúar 2011 taka ný lög um innflutning gildi í öllum ríkjum Evrópusambandins. Allar sendingar sem fluttar eru inn eða um Evrópusambandssvæðið þarf að skrá rafrænt og uppfylla kröfur um vörulýsingar (ICS – Import Control System)
ICS reglugerðin er tilkomin vegna aukinnar áherslu Evrópusambandsins á endurbótum tollalöggjafar, með það að markmiði að koma á nútímavæðingu í viðskiptum og tollafgreiðslu. Verkefnið er í höndum MASP (Multi-Annual-Strategic-Plan) og er í raun hluti af áætlun Evrópunefndar að stuðla að pappírslausum viðskiptum auk annarra breytinga fyrir árið 2014.