Skip to content
Skip to service links: contact, tools, help, the group
Skip to search
Skip to main navigation
Skip to sub navigation
Skip to Footer with links to masthead, print, email a friend and disclaimer
 

Aðflutningsgjöld – Leiðarvísir viðtakanda

Kynntu þér grundvallaratriði um aðflutningsgjöld til þess að vita hver ber ábyrgð á greiðslu hvaða gjalda og hvers vegna.
Vörur keyptar á netinu

Vörur keyptar á netinu til einkanota
Þú gætir þurft að greiða aðflutningsgjöld af vörum sem þú hefur keypt á netinu vegna þess að:
  • Tollar og önnur gjöld eru yfirleitt ekki innifalin í verði varnings sem þú kaupir á netinu og jafnvel ekki heldur í flutningskostnaðinum.
  • Þegar þú kaupir vörur á netinu er hugsanlegt að vörurnar muni koma til þín erlendis frá og þannig verða tollskyldar, þ.e. að það leggist á þær innflutningstollur við flutninga yfir landamærin.
  • Þegar verið er að flytja vörur yfir landamæri eða út fyrir tollabandalagssvæði eins og ESB berð þú ábyrgð á greiðslu þeirra innflutningstolla og skatta sem viðkomandi tollayfirvöld hafa ákvarðað.
  • Til þess að tryggja það að þú getir fengið sendinguna þína sem fyrst í þínar hendur eftir að varan kemur til landsins annast DHL milligöngu um greiðslu aðflutningsgjaldanna til Tollstjóra.
  • Þegar þú hefur síðan endurgreitt DHL þessi aðflutningsgjöld er varan flutt til þín.
  • Upphæðin sem til greiðslu er ákvarðast af upprunalandi sendingarinnar, innihaldi hennar, verðmæti innihaldsins og þyngd sendingarinnar.
Þegar þú framkvæmir pöntun á netinu skaltu ávallt ganga úr skugga um hvaðan sendingin er að koma, hvort verið er að senda hana til þín frá:
  • Þínu landi
  • Öðru landi
  • Landi utan þess tollabandalags sem þú tilheyrir
Athugið að aðrar reglur um tollframkvæmd eiga við um vörur keyptar til nota í atvinnuskyni.